„Ráð sem duga“ Erna Bjarnadóttir skrifar 15. desember 2020 13:16 Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun