Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:49 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50