McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 07:36 Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, var ekki eini stuðningsmaður Trump sem gaf sig í gær en Biden bárust einnig hamingjuóskir frá forsetum Rússlands, Brasilíu og Mexíkó. AP/Jacquelyn Martin Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira