Þjálfari Íslandsmeistaranna vill sjá breytingar svo hægt sé að klára mótið með sem bestum hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 13:00 Darri Freyr tók við þjálfun KR síðasta vor. Liðið hefur aðeins leikið einn deildarleik undir hans stjórn vegna æfinga- og keppnisbanns hér á landi frá því í október. KR Karfa Darri Freyr Atlason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Íslandsmeisturum KR, vill sjá fyrirkomulagi Dominos-deildarinnar breytt svo hægt sé að klára mótið með viðunandi hætti. Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum