„Langar á deit með sætum íslenskum manni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. desember 2020 20:00 Ólöf Rut Fjeldsted vakti mikla athygli fyrir færslu sína á Facebook síðunni Íslendingar í Danmörku þar sem hún auglýsti eftir sætum íslenskum karlmanni til að fara með á stefnumót. Aðsend mynd „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni. Hér má sjá færslu Ólafar. „Ok, long shot – eeen. Ég er búin að búa í Danmörku í í 14 ár og er ekki á leiðinni „heim“. Mér finnst danskir menn pínu leiðinlegir og langar á deit með sætum íslenskum manni. Ég er (augljóslega) single og er rosalega góð og skemmtileg stelpa (40 ára plús mínus). Get skaffað meðmæli. Ertu á svipuðum aldri og ég og finnst danskar stelpur frekar leiðinlegar? Æ, viltu þá ekki skrifa mér? Worst case scenerio verðum við bara vinir, ik? Ps. Bý í Hørning á Jótlandi og kann að taka lest.“ „Danskir menn eru alveg ágætir en núna langar mig bara að kynnast íslenskum manni. Danir geta verið svo ferkantaðir og ofur-skipulagðir. Það er svo sem ekkert neikvætt en bara alls ekki fyrir mig, ég er svo opin og hvatvís.“ Ólöf hefur verið búsett í Danmörku í 14 ár og segist alls ekki vera á leiðinni aftur til Íslands. „Mig langar bara ekkert aftur, ég kann mjög vel við mig hér í Danmörku og hér er okkar líf. Ég á þrjá stráka og þeir eru með allt sitt tengslanet og líf hérna. Ég á í dag fullt af dönskum vinum og ég er ekkert að segja að mig langi bara að umgangast Íslendinga.“ En ég veit að mig langar að vera með íslenskum manni. Fyrrverandi maðurinn minn er danskur og það eru bara allt öðruvísi tengsl, kannski erfitt að útskýra. Mig langar að geta talað um það hvað ég sakna Bæjarins bestu mikið og tala um minningar frá Íslandi sem við bæði tengjum við. Það verður önnur stemmning og mér finnst ég líka bara tengja betur við íslenskan húmor en þann danska. Í gær ákvað Ólöf að stofna Facebook-hópinn Single Íslendingar í Danmörku og segir hún að greinilega hafi margir tengt við færsluna hennar á mánudaginn. „Það eru svo margir búnir að senda mér skilaboð sem eru á svipuðum stað og ég, konur og karlar. Þess vegna datt mér í hug að stofna þessa grúbbu. Einhleypu fólki langar líka til að kynnast öðrum einhleypum þó að það sé ekki bara til að fara á stefnumót. Ég finn strax fyrir mjög miklum áhuga á grúbbunni og núþegar hafa bæst við 130 meðlimir síðan í gærkvöldi.“ Þó svo að Ólöf segist kunna mjög vel við sig í Danmörku segist hún stundum sakna þess að geta hitt vini sína óvænt í kaffi eða gert eitthvað félagslegt án þess að þurfa að plana það langt fram í tímann. Ólöf Rut hefur verið búsett í Danmörku í fjórtán ár og notar hún nafnið Olla Fjeldsted þar í landi. Hún segist ekki vera á leiðinni að flytja til Íslands og kann afar vel við sig í Danmörku. Aðsend mynd „Fyrsta vinkonan sem ég eignaðist í Danmörku var alveg þrjú ár að stíga skrefið að koma heim til mín í kaffi. Það er frekar erfitt að komast inn fyrir hjá Dönum. Þeir eru miklu lokaðri en við. En þegar þú ert komin inn þá ertu líka komin inn og þeir eru yndislegt fólk.“ En ég er bara svo mikið fiðrildi sjálf að mig langar stundum bara að heyra í einhverjum og hittast í kaffi NÚNA, ekki á fimmtudaginn í næstu viku. Aðspurð hvort að það séu einhver stefnumót í kortunum segir hún að það geti bara vel verið. „Ég er alveg svolítið pikkí, en ég er búin að fá nokkur skemmtileg skilaboð og aldrei að vita hvað gerist. Ég er allavega að vona að ég kynnist einhverjum skemmtilegum hvort sem að það verða vinir eða eitthvað meira. Eitt er þó víst. Ég vil að framtíðarmaðurinn minn verði Íslendingur.“ Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35 Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur. 13. desember 2020 19:51 „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hér má sjá færslu Ólafar. „Ok, long shot – eeen. Ég er búin að búa í Danmörku í í 14 ár og er ekki á leiðinni „heim“. Mér finnst danskir menn pínu leiðinlegir og langar á deit með sætum íslenskum manni. Ég er (augljóslega) single og er rosalega góð og skemmtileg stelpa (40 ára plús mínus). Get skaffað meðmæli. Ertu á svipuðum aldri og ég og finnst danskar stelpur frekar leiðinlegar? Æ, viltu þá ekki skrifa mér? Worst case scenerio verðum við bara vinir, ik? Ps. Bý í Hørning á Jótlandi og kann að taka lest.“ „Danskir menn eru alveg ágætir en núna langar mig bara að kynnast íslenskum manni. Danir geta verið svo ferkantaðir og ofur-skipulagðir. Það er svo sem ekkert neikvætt en bara alls ekki fyrir mig, ég er svo opin og hvatvís.“ Ólöf hefur verið búsett í Danmörku í 14 ár og segist alls ekki vera á leiðinni aftur til Íslands. „Mig langar bara ekkert aftur, ég kann mjög vel við mig hér í Danmörku og hér er okkar líf. Ég á þrjá stráka og þeir eru með allt sitt tengslanet og líf hérna. Ég á í dag fullt af dönskum vinum og ég er ekkert að segja að mig langi bara að umgangast Íslendinga.“ En ég veit að mig langar að vera með íslenskum manni. Fyrrverandi maðurinn minn er danskur og það eru bara allt öðruvísi tengsl, kannski erfitt að útskýra. Mig langar að geta talað um það hvað ég sakna Bæjarins bestu mikið og tala um minningar frá Íslandi sem við bæði tengjum við. Það verður önnur stemmning og mér finnst ég líka bara tengja betur við íslenskan húmor en þann danska. Í gær ákvað Ólöf að stofna Facebook-hópinn Single Íslendingar í Danmörku og segir hún að greinilega hafi margir tengt við færsluna hennar á mánudaginn. „Það eru svo margir búnir að senda mér skilaboð sem eru á svipuðum stað og ég, konur og karlar. Þess vegna datt mér í hug að stofna þessa grúbbu. Einhleypu fólki langar líka til að kynnast öðrum einhleypum þó að það sé ekki bara til að fara á stefnumót. Ég finn strax fyrir mjög miklum áhuga á grúbbunni og núþegar hafa bæst við 130 meðlimir síðan í gærkvöldi.“ Þó svo að Ólöf segist kunna mjög vel við sig í Danmörku segist hún stundum sakna þess að geta hitt vini sína óvænt í kaffi eða gert eitthvað félagslegt án þess að þurfa að plana það langt fram í tímann. Ólöf Rut hefur verið búsett í Danmörku í fjórtán ár og notar hún nafnið Olla Fjeldsted þar í landi. Hún segist ekki vera á leiðinni að flytja til Íslands og kann afar vel við sig í Danmörku. Aðsend mynd „Fyrsta vinkonan sem ég eignaðist í Danmörku var alveg þrjú ár að stíga skrefið að koma heim til mín í kaffi. Það er frekar erfitt að komast inn fyrir hjá Dönum. Þeir eru miklu lokaðri en við. En þegar þú ert komin inn þá ertu líka komin inn og þeir eru yndislegt fólk.“ En ég er bara svo mikið fiðrildi sjálf að mig langar stundum bara að heyra í einhverjum og hittast í kaffi NÚNA, ekki á fimmtudaginn í næstu viku. Aðspurð hvort að það séu einhver stefnumót í kortunum segir hún að það geti bara vel verið. „Ég er alveg svolítið pikkí, en ég er búin að fá nokkur skemmtileg skilaboð og aldrei að vita hvað gerist. Ég er allavega að vona að ég kynnist einhverjum skemmtilegum hvort sem að það verða vinir eða eitthvað meira. Eitt er þó víst. Ég vil að framtíðarmaðurinn minn verði Íslendingur.“
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35 Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur. 13. desember 2020 19:51 „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35
Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur. 13. desember 2020 19:51
„Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58