Handbolti

Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hendrik Pekeler (lengst til vinstri) leikur ekki fyrir gamla þjálfarann sinn, Alfreð Gíslason, á HM í Egyptalandi.
Hendrik Pekeler (lengst til vinstri) leikur ekki fyrir gamla þjálfarann sinn, Alfreð Gíslason, á HM í Egyptalandi. getty/Mario Hommes

Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið.

Patrick Wiencek, Hendrik Pekeler og Steffen Weinhold hafa tilkynnt Alfreð að þeir ætli ekki að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst 13. janúar á næsta ári.

Alfreð þekkir þremenningana afar vel en hann fékk þá alla til Kiel á sínum tíma. Þeir spila þó ekki fyrir gamla þjálfarann sinn á fyrsta stórmóti hans með þýska landsliðið.

Aðeins tveir leikmenn Kiel, hornamaðurinn Rune Dahmke og markvörðurinn Dario Quenstedt, eru eftir í stóra hópnum sem Alfreð valdi fyrir HM.

Ef hvorugur þeirra verður í lokahópnum verður það í fyrsta sinn síðan á HM 2001 sem enginn leikmaður Kiel verður í hópi þýska landsliðsins á stórmóti. Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen benti á þetta í dag.

After Patrick Wiencek, Hendrik Pekeler and Steffen Weinhold have told the German national coach Alfred Gislason, that...

Posted by Rasmus Boysen #6 on Tuesday, December 15, 2020

Þýskaland er með Ungverjalandi, Úrúgvæ og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla.

Þjóðverjar enduðu í 4. sæti á síðasta heimsmeistaramóti (2019) sem var haldið í Þýskalandi og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×