Innlent

Sjúkra­bíllinn of hár fyrir bíla­kjallarann í Hörpu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjúkrabíllinn var of hár fyrir rærnar í bílakjallaranum, líkt og sést á myndinni sem tekin var í Hörpu nú síðdegis.
Sjúkrabíllinn var of hár fyrir rærnar í bílakjallaranum, líkt og sést á myndinni sem tekin var í Hörpu nú síðdegis. Aðsend

Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi.

Sigurjón Hendriksson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að útkall hafi borist vegna veikinda í Hörpu. Sjúkrabíllinn sem fyrst var sendur í útkallið hafi þó reynst of hár til að komast inn í bílakjallara tónlistarhússins.

Sigurjón segir að lögregla hafi mætt á staðinn á undan sjúkraflutningamönnum og minni bíll verið sendur í Hörpu þegar fyrir lá hvar í húsinu hefði verið óskað eftir flutningi.

Bíllinn er svokallaður kassabíll sem slökkvilið er með til reynslu, að sögn varðstjóra.Aðsend

Stóri bíllinn er svokallaður kassabíll sem slökkviliðið er með til prufu, að sögn Sigurjóns. Vinnuaðstaðan í slíkum bílum sé gríðarlega góð og þeir því gjarnan notaðir til sjúkraflutninga.

Sigurjón telur að allir nýju sjúkrabílar slökkviliðisins, sem afhentir voru í ágúst í fyrra og eru af gerðinni Mercedes Benz Sprinter, komist inn í bílageymslur.

„En það er ein og ein sem er lægri en standardinn er,“ segir Sigurjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×