„Ég tel að okkur hafi mistekist“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 08:11 Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, segir agalegt að margir hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja sína nánustu vegna kórónuveirunnar. Getty Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19. Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19.
Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47