Nú hefur hún tekið sumarbústaðinn sinn algjörlega í gegn fyrir mjög lítinn pening. Vala Matt leit við hjá henni í bústaðinn og fékk að sjá útkomuna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.
Bústaðurinn er eins og nýr eftir breytingarnar en hún málaði hún til dæmis uppþvottavélina sem kemur vel út.
Og jólaskreytingarnar hjá henni eru einfaldar að þessu sinni. Einungis jólaseríur og ljós og smá greni. Einfalt og jólalegt og mjög ódýrt en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.