Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira