Allir tuttugu meðlimir ráðsins voru sammála í tillögunni. Samkvæmt Reuters er búist við því að leyfið sjálft verði veitt seinna í kvöld eða fyrramálið.
Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í lok nóvember. Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið.
Þá munu tvö bóluefni hafa fengið neyðarleyfi frá FDA. Þetta og bóluefni Pfizer. Rannsóknir Moderna sýna að bóluefni þeirra veitir 94,5 prósent vörn gegn nýju kórónuveirunni og bóluefni Pifzer veitir 90 prósent vörn.
Sérfræðingar ráðgjafaráðsins fóru yfir gögn Moderna og samkvæmt AP fréttaveitunni fundu þeir ekki vísbendingar um ónæmisviðbrögð en fundu að aðeins fleiri fengu meiri aukaverkanir eins og útbrot og kláða vegna bóluefnisins.