Finnst skrítið að hún hafi verið valin í lið ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 14:30 Þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað á árinu var Megan Rapinoe valin í lið ársins 2020 hjá FIFA. getty/Brad Smith Margir furðuðu sig á því að Megan Rapinoe hafi verið valin í lið ársins á verðlaunahátíð FIFA, meðal annars hún sjálf. Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar. FIFA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar.
FIFA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira