Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2020 23:21 Facebook safnar staðsetningargögnum frá notendum snjalltækja sem gefið hafa fyrir því samþykki. Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira