Í frétt Voetbalzone segir að Albert æfði með varaliðinu á fimmtudaginn og var heldur ekki á æfingu aðalliðsins í dag er það undirbjó sig fyrir leik helgarinnar.
Liðið mætir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en bráðabirgðaþjálfarinn Pascal Jensen ku vera refsa KR-ingnum segir í frétt hollenska miðilsins.
Ekki er þó vitað fyrir hvað stjórinn er að refsa Alberti en eftir að Arne Slot var rekinn frá félaginu, fyrr í mánuðinum, hefur Albert ekki leikið mínútu í hollensku úrvalsdeildinni.
Hann sat allan tímann á bekknum gegn FC Gröningen og FC Twente en var í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni gegn Rijeka.
Albert hefur leikið vel á leiktíðinni með hollenska liðinu. Hann hefur skorað sjö mörk í þeim ellefu leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.