Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.
Alls eru 34 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af fjórir á gjörgæslu, líkt og í gær.
Ellefu greindust smitaðir á landamærum í gær – tveir með virkt smit og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í einu tilviki.
126 manns eru nú í einangrun, en fjöldinn var 127 í gær. Þá eru 358 í sóttkví í dag, samanborið við 174 í gær.
Af þeim þrettán sem greindust í gær greindust tíu eftir svokallaða einkennasýnatöku og þrír í sóttkvíar- og handahófsskimun.
Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 26,5, eilítið lægra en í gær, þegar það var 26,7.
Alls hafa 5.621 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar. Þá hafa 28 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.