Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 12:21 þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Egill Aðalsteinsson Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira