Stafræn umbylting byggðaþróunar Gísli Ólafsson skrifar 20. desember 2020 13:01 Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun