Tryggvi Snær spilaði 23 mínútur. Á þeim tíma skilaði hann fjórum stigum á töfluna auk þess að rífa niður fimm fráköst þegar lið hans, Zaragoza, beið lægri hlut fyrir Monbus Obradoiro, 102-91.
Haukur Helgi lét lítið fyrir sér fara sóknarlega þegar lið hans, Morabanc Andorra, vann nokkuð öruggan sigur á Movistar Estudiantes.
Haukur spilaði þrettán mínútur; skoraði eitt stig og tók þrjú fráköst en leiknum lauk með átta stiga sigri Andorra, 81-73.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.