Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira