Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar segir að Friðarsúlan verði tendruð að nýju í dag, á stysta degi ársins á vetrarsólstöðum. Frá og með morgundeginum taki daginn svo að lengja á ný.
„Í ljósi aðstæðna í heiminum hefur verið ákveðið að í stað þess að slökkva á geislum súlunnar þegar nýtt ár hefur gengið í garð, eins og venjan er, lýsi Friðarsúlan upp skammdegið allt fram á jafndægur á vori í mars á næsta ári.
Friðarsúlan er listaverk eftir Yoko Ono sem hún tileinkaði eiginmanni sínum heitnum, tónlistarmanninum John Lennon. Friðarsúlan er tendruð á fæðingardegi hans, 9. október ár hvert og slökkt á henni á dánardegi hans 8. desember, en hann féll frá árið 1980,“ segir í tilkynningunni.