Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 16:46 Alexei Navalní birti í dag myndband þar sem hann ræðir við mann sem tilheyrir teymi útsendara FSB sem sagðir eru hafa reynt að eitra fyrir honum. AP/Pavel Golovkin Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26