Var alltaf í mikilli ofþyngd en tók málin í eigin hendur og er í dag sjónvarpsstjarna fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 10:30 Skúli var 140 kíló þegar hann kláraði grunnskóla. Sjónvarpsmaðurinn og frumkvöðullinn Skúli Bragi Geirdal hefur gjörbreytt lífi sínu með breyttum lífsstíl og gerði það á skynsaman hátt. Hann gerði það hægt og rólega. Hann var aðeins 16 ára kominn á blóðþrýstingslyf vegna ofþyngdar og hann var einnig mjög langt niðri andlega. „Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
„Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira