Íslenski boltinn

Logi ráðinn þjálfari FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi Ólafsson í viðtalinu í dag.
Logi Ólafsson í viðtalinu í dag. vísir/s2

Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ.

Logi mun stýra FH-liðinu með Davíð Þór Viðarsson sér við hönd en Davíð átti upphaflega að vera aðstoðarmaður Eiðs Smára.

Eiður Smári var hins vegar tilkynntur sem næsti aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag þar sem hann mun aðstoða Arnar Þór Viðarsson en þeir unnu einnig saman með U21 árs landslið karla.

Því mun Eiður láta at störfum í Krikanum og Logi, sem átti upphaflega að vera tæknilegur ráðgjafi, mun verða þjálfari liðsins.

FH vann tíu af fjórtán leikjum liðsins undir stjórn Loga og Eiðs í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð en þeir tóku við um miðjan júlí af Ólafi Kristjánssyni sem hélt til Danmerkur.

Logi O lafsson tekur við FH liðinu og mun sty ra Meistaraflokki Karla hja FH a samt Davi ð Þo r Viðarssyni Eiður Sma ri...

Posted by FHingar on Þriðjudagur, 22. desember 2020

Tengdar fréttir

Segja að Eiður hætti með FH

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×