Þar kom meðal annars í ljós að Sigurjón Kjartansson er mikill jólamaður en Jón Gnarr gaf jólunum aftur á móti aðeins 5,5 í einkunn.
Jón átti að velja kynþokkafyllsta líkamshluta Sigurjóns og urðu kálfarnir fyrir valinu.
Sigurjón átti því næst að gera það sama og valdi einnig kálfana. Jón og Sigurjón fengu síðan það verkefni að lýsa fullnægingu fyrir hreinum sveini og varð útkoman nokkuð spaugileg.
Hér að neðan má sjá yfirheyrsluna í heild sinni.