Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 15:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þegar ESB beitti rússneska embættismenn þvingunum, að Rússar myndu beita sambærilegum aðgerðum gegn ESB. EPA/Utanríkisráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði. Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði.
Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira