Covid-19 gæti minnkað lífslíkur Bandaríkjamanna um þrjú ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 17:45 Samkvæmt John Hopkins University hafa nú fleiri en 18 milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19. epa/Cristobal Herrera Ef Covid-19 er tekið með í reikninginn munu lífslíkur Bandaríkjamanna minnka um þrjú ár. Sjúkdómurinn, sem er afleiðing SARS-CoV-19 veirusmits, verður að öllum líkindum í þriðja sæti yfir helstu dánarorsakirnar vestanhafs árið 2020. Árið 2019 var meðalævilengd Bandaríkjamanna 78,8 ár, samkvæmt bandarísku farsóttastofnuninni (CDC). Um var að ræða 0,1 árs hækkun frá fyrra ári, sem mátti rekja til færri dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma og krabbameina. Dauðsföllum af völdum ofskömmtunnar fjölgaði frá 2018 en sjálfsvígum fækkaði í fyrsta sinn í 14 ár. Samkvæmt John Hopkins University hafa nú fleiri en 18 milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19. Þá hafa 319.466 dáið af völdum sjúkdómsins, samkvæmt tölum frá því í morgun. Til samanburðar létust 659 þúsund manns af völdum hjartasjúkdóma og um 600 þúsund af völdum krabbameina árið 2019. Þar á eftir komu dauðsföll af völdum umferðarslysa en 173 þúsund létust í bílslysum í fyrra. Guardian vitnar í Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðing hjá CDC að hann hafi reiknað út í ágúst að lífslíkur Bandaríkjamanna hefðu minnkað um eitt og hálft ár. Hann sagði ekki útilokað að í árslok hefðu þær minnkað um tvö til þrjú ár til viðbótar. Robert Anderson sagði um að ræða mesta fall í lífslíkum frá 1943, þegar seinni heimstyrjöldin varð til þess að þær drógust saman um 2,9 ár. Tuttugu og fimm árum áður varð Spænska veikin til þess að þær drógust saman um 11,8 ár, ekki síst vegna fjölda dauðsfalla meðal barna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Árið 2019 var meðalævilengd Bandaríkjamanna 78,8 ár, samkvæmt bandarísku farsóttastofnuninni (CDC). Um var að ræða 0,1 árs hækkun frá fyrra ári, sem mátti rekja til færri dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma og krabbameina. Dauðsföllum af völdum ofskömmtunnar fjölgaði frá 2018 en sjálfsvígum fækkaði í fyrsta sinn í 14 ár. Samkvæmt John Hopkins University hafa nú fleiri en 18 milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19. Þá hafa 319.466 dáið af völdum sjúkdómsins, samkvæmt tölum frá því í morgun. Til samanburðar létust 659 þúsund manns af völdum hjartasjúkdóma og um 600 þúsund af völdum krabbameina árið 2019. Þar á eftir komu dauðsföll af völdum umferðarslysa en 173 þúsund létust í bílslysum í fyrra. Guardian vitnar í Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðing hjá CDC að hann hafi reiknað út í ágúst að lífslíkur Bandaríkjamanna hefðu minnkað um eitt og hálft ár. Hann sagði ekki útilokað að í árslok hefðu þær minnkað um tvö til þrjú ár til viðbótar. Robert Anderson sagði um að ræða mesta fall í lífslíkum frá 1943, þegar seinni heimstyrjöldin varð til þess að þær drógust saman um 2,9 ár. Tuttugu og fimm árum áður varð Spænska veikin til þess að þær drógust saman um 11,8 ár, ekki síst vegna fjölda dauðsfalla meðal barna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira