Læknir hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir útskrift Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 21:06 Bráðamóttakan í Fossvogi Vísir/VIlhelm Niðurstaða rannsóknar embættis landlækni á andláti Eygló Svövu Kristjánsdóttur er sögð leiða í ljós að læknir á bráðamóttöku Landspítalans hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart henni þegar komið var með Eygló á bráðamóttökuna í mars. Hún lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttökunni. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira