Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. desember 2020 08:13 Trump vill að Bandaríkjaþing breyti frumvarpi sem snýst um neyðaraðgerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Al Drago Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira