Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:49 Frá rússneska þinginu. Þar hafa þingmenn í vikunni samþykkt fjölda frumvarpa sem sögðu eru snúa að því að auka völd hins opinbera og takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. EPA/YURI KOCHETKOV Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar. Rússland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar.
Rússland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira