Guðrún unir sér vel hér á Sólvöllum á Eyrarbakka en hún er lang elsti íbúi heimilisins enda verður hún 101 árs á nýju ári. Hún var ein af þeim sem fékk kórónuveiruna á Sólvöllum fyrr í vetur og þurfti að vera í einangrun. Hún segist ekkert hafa fundið fyrir veikinni.
„Nei, og ég veit það ekki enn, en það er að læðast upp úr stúlkunum stundum, sem vinna hér að ég hafi fengið þetta en öðruvísi veit ég það ekki og ég neitaði þegar þær fóru að segja mér að ég hefði fengið veiruna,“ segir Guðrún.
Guðrún segist ekki finna fyrir neinum eftirköstum enda stálhress.
„Ég veit ekki hvernig þau eru, ég hef bara mín daglegu letiköst.“
Guðrún segist ekkert skilja í því af hverju hún sé orðinn hundrað ára og hvað þá að hún sé að verða 101 árs. Hún hefur samið mikið af ljóðum og gefið út ljóðabók. Eitt ljóðanna er um vorið enda styttist óðfluga í vorið 2021.