Innlent

Svan­dís segir sótt­varna­ráð­stafanir til þess að fara eftir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum.

„Málið er bara hjá lögreglu, þannig að ég held að við þurfum bara að leyfa því að vera þar,“ sagði Svandís.

Aðspurð hvaða augum hún liti málið sem heilbrigðisráðherra, og þar með æðsti yfirmaður sóttvarnaráðstafana hér á landi, sagði Svandís:

„Við vitum það að sóttvararáðstafanir eru til þess að fara eftir þeim. Það er mjög mikilvægt að við gerum það öll, og alveg jafn mikilvægt að við gerum það í dag eins og aðra daga sem við höfum verið að glíma við Covid,“ sagði Svandís, sem kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um mál samráðherra síns að svo stöddu.

Hvorki hefur náðst í Bjarna né Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.


Tengdar fréttir

Eig­endur Ás­mundar­salar segjast hafa misst yfir­sýn

Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins.

Bjarni biðst afsökunar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×