Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:22 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir þeirra í sóttkví við greiningu. Fjórir greindust á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum og eru birtar með fyrirvara. Þá barst lögreglu tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöld um hugsanlegt brot í Landakotskirkjum, en þegar lögreglu bar að gerði voru um það bil fimmtíu manns að ganga frá kirkjunni. Fleiri voru innandyra, eða í kringum sjötíu til áttatíu að sögn lögreglu. Grímuskylda hafi ekki verið virt í hvívetna, einn sprittbrúsi innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta er annar dagurinn í röð sem lögregla leysir upp stórt samkvæmi, en í gær var það í Ásmundasal. Rögnvaldur Ólafsson segist dapur yfir þessum fréttum. „Alltaf þegar koma svona fréttir, bara frá því að þetta byrjaði þetta stóra verkefni, að maður verður alltaf svolítið vonsvikinn. Það er svona þessi tilfinning sem kemur upp af því að náttúrlega við erum öll að vinna að ákveðnu verkefni og í ákveðnum tilgangi og vita allir hvað er. Og þegar svona fréttir koma verður maður aðallaega bara leiður,“ segir Rögnvaldur. Hann óttast stóra bylgju eftir jól og biður fólk um að gæta sín. „Það er það sem við erum vön að gera þetta, þetta eru hefðirnar okkar og við erum bara svo rosalega drifin áfram af hefðum og vana að maður svolítið óttast að þetta muni skila okkur þá í fjölgun á smitum,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir þeirra í sóttkví við greiningu. Fjórir greindust á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum og eru birtar með fyrirvara. Þá barst lögreglu tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöld um hugsanlegt brot í Landakotskirkjum, en þegar lögreglu bar að gerði voru um það bil fimmtíu manns að ganga frá kirkjunni. Fleiri voru innandyra, eða í kringum sjötíu til áttatíu að sögn lögreglu. Grímuskylda hafi ekki verið virt í hvívetna, einn sprittbrúsi innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta er annar dagurinn í röð sem lögregla leysir upp stórt samkvæmi, en í gær var það í Ásmundasal. Rögnvaldur Ólafsson segist dapur yfir þessum fréttum. „Alltaf þegar koma svona fréttir, bara frá því að þetta byrjaði þetta stóra verkefni, að maður verður alltaf svolítið vonsvikinn. Það er svona þessi tilfinning sem kemur upp af því að náttúrlega við erum öll að vinna að ákveðnu verkefni og í ákveðnum tilgangi og vita allir hvað er. Og þegar svona fréttir koma verður maður aðallaega bara leiður,“ segir Rögnvaldur. Hann óttast stóra bylgju eftir jól og biður fólk um að gæta sín. „Það er það sem við erum vön að gera þetta, þetta eru hefðirnar okkar og við erum bara svo rosalega drifin áfram af hefðum og vana að maður svolítið óttast að þetta muni skila okkur þá í fjölgun á smitum,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira