„Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 15:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara fyrst og fremst að fara yfir stöðu mála,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fund sem hún átti með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira