Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 14:08 Boeing Max 737 vélar hafa verið kyrrsetar í um 20 mánuði. Getty/Stephen Brashear Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira