Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 16:22 Töluverðar skemmdir urðu á byggingum nærri sprengingunni. Getty/Terry Wyatt Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé. Bandaríkin Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé.
Bandaríkin Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira