Þetta með traustið Henry Alexander Henrysson skrifar 27. desember 2020 15:00 Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar