Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 20:22 Frá vettvangi sprengingarinnar í Nashville. AP/Mark Humphrey Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22
Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11