Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 20:22 Frá vettvangi sprengingarinnar í Nashville. AP/Mark Humphrey Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22
Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11