Innlent

Slökktu eld í gámi í Hafnarfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst slökkviliði klukkan 18:06 í gærkvöldi.
Tilkynningin barst slökkviliði klukkan 18:06 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ruslatunnu eða gámi í hverfi 221 í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Frá þessu segir í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að íbúar hafi náð að draga gáminn út í gerði þar sem þeir hafi reynt að slökkva eldinn. Slökkvilið hafi svo mætt á staðinn og slökkt eldinn. Er tekið fram að gámurinn sé ónýtur.

Þá segir einnig frá því að um klukkan 21 í gærkvöldi hafi lögregla stöðvað bí í hverfi 105. Þar er ökumaðurinn grunaður um ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×