„Þetta er langþráður dagur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 08:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38