Faraldurinn virðist á uppleið í landinu og fyrir nokkrum dögum var staðfest að nýja afbrigðið af veirunni sem fyrst uppgötvaðist í Bretlandi hefði náð að skjóta rótum í Suður-Afríku.
Á sumum stöðum fjölgar nú spítalainnlögnum mjög og eru sumir spítalar komnir að þolmörkum.
Búist er við því að Cyril Ramaphosa, forseti landsins, kynni síðar í gær hertar sóttvarnareglur til að reyna að stemma stigu við faraldrinum.