Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 12:35 Meðlimir AFA telja sig afkomendur engla, víkinga og fornra ættbálka Norður-Evrópu. Vísir/Getty Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna. Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira