Dýrt vítaklúður þegar Leicester gerði jafntefli við Palace Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 16:51 Vicente Guaita ver vítaspyrnu Kelechis Iheanacho. getty/Sebastian Frej Stigið var kærkomið fyrir Palace sem hafði tapað tveimur leikjum í röð með samtals tíu marka mun. Leicester byrjaði leikinn betur og fékk vítaspyrnu á 19. mínútu. Jamie Vardy byrjaði á bekknum og það kom því í hlut Kelechis Ihenacho að taka vítið. Spyrnan var slök og Vicente Guita varði. Staðan í hálfleik var markalaus. Á 58. mínútu kom Wilfried Zaha Palace yfir með sínu áttunda marki á tímabilinu. Hann tók þá boltann á lofti eftir sendingu Andros Townsend og kom honum framhjá Kasper Schmeichel í marki Leicester. Eftir markið tjaldaði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, öllu til og setti bæði Vardy og Yuri Tielemans inn á. Pressa gestanna bar loks árangur á 83. mínútu þegar Harvey Barnes jafnaði með vinstri fótar skoti. Hann skoraði einnig í 2-2 jafntefli Leicester og Manchester United á öðrum degi jóla. Leicester er áfram í 3. sæti deildarinnar en Palace er í því fjórtánda. Fótbolti Enski boltinn
Stigið var kærkomið fyrir Palace sem hafði tapað tveimur leikjum í röð með samtals tíu marka mun. Leicester byrjaði leikinn betur og fékk vítaspyrnu á 19. mínútu. Jamie Vardy byrjaði á bekknum og það kom því í hlut Kelechis Ihenacho að taka vítið. Spyrnan var slök og Vicente Guita varði. Staðan í hálfleik var markalaus. Á 58. mínútu kom Wilfried Zaha Palace yfir með sínu áttunda marki á tímabilinu. Hann tók þá boltann á lofti eftir sendingu Andros Townsend og kom honum framhjá Kasper Schmeichel í marki Leicester. Eftir markið tjaldaði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, öllu til og setti bæði Vardy og Yuri Tielemans inn á. Pressa gestanna bar loks árangur á 83. mínútu þegar Harvey Barnes jafnaði með vinstri fótar skoti. Hann skoraði einnig í 2-2 jafntefli Leicester og Manchester United á öðrum degi jóla. Leicester er áfram í 3. sæti deildarinnar en Palace er í því fjórtánda.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti