Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 15:57 Frá starfinu í Seljahlíð. Reykjavíkurborg Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira