„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:01 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag. „Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira