Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 19:06 Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa vaxandi áhyggju af mikilli fjölgun covid-19 smitaðra þar í landi. Mikið álag er á heilbrigðiskerfið sem stendur. EPA/VICKIE FLORES Mjög mikil fjölgun þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Englandi veldur heilbrigðisyfirvöldum þar í landi vaxandi áhyggjum. Heilbrigðisstofnanir eiga æ erfiðara með að bregðast við fjölgun sjúklinga sem þurfa að leggjast inn. Í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins greindust yfir fjörutíu þúsund með covid-19 á einum degi í Bretlandi. Í dag bættust 41.385 í hóp smitaðra og 357 til viðbótar eru látnir í Bretlandi af völdum covid-19. Enn vantar þó upp á tölfræðina vegna síðasta sólarhrings þar sem takmarkaðar upplýsingar eru birtar yfir jólin frá Skotlandi og Norður-Írlandi að því er fram kemur í frétt BBC. „Þrátt fyrir metfjölda smita er von í sjónmáli,“ er haft eftir Yvonne Doyle, lækni hjá enska landlæknisembættinu. Hún hvetur almenning til að halda áfram að sinna persónubundnum sóttvörnum og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, nú þegar bóluefni Pfizer/BioNTech er þegar komið í dreifingu, en bólusetning er þegar hafin í Bretlandi. „Þessi mikla fjölgun smitaðra er vaxandi áhyggjuefni nú á þeim tímapunkti sem spítalarnir okkar eru á viðkvæm stigi, þar sem innlögðum fjölgar á mörgum svæðum,“ segir Doyle. Tölur dagsins í dag yfir ný tilfelli covid-19 eru þær hæstu frá upphafi faraldursins og í fyrsta sinn sem yfir fjörutíu þúsund smit eru staðfest. Aftur á móti þykir líklegt að raunverulegur fjöldi smita hafi verið hærri á hápunkti fyrstu bylgju faraldursins í apríl en á þeim tíma var afkastageta við sýnatöku mun minni svo ætla má að færri smit hafi verið staðfest en raunverulega voru til staðar í samfélaginu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í dag bættust 41.385 í hóp smitaðra og 357 til viðbótar eru látnir í Bretlandi af völdum covid-19. Enn vantar þó upp á tölfræðina vegna síðasta sólarhrings þar sem takmarkaðar upplýsingar eru birtar yfir jólin frá Skotlandi og Norður-Írlandi að því er fram kemur í frétt BBC. „Þrátt fyrir metfjölda smita er von í sjónmáli,“ er haft eftir Yvonne Doyle, lækni hjá enska landlæknisembættinu. Hún hvetur almenning til að halda áfram að sinna persónubundnum sóttvörnum og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, nú þegar bóluefni Pfizer/BioNTech er þegar komið í dreifingu, en bólusetning er þegar hafin í Bretlandi. „Þessi mikla fjölgun smitaðra er vaxandi áhyggjuefni nú á þeim tímapunkti sem spítalarnir okkar eru á viðkvæm stigi, þar sem innlögðum fjölgar á mörgum svæðum,“ segir Doyle. Tölur dagsins í dag yfir ný tilfelli covid-19 eru þær hæstu frá upphafi faraldursins og í fyrsta sinn sem yfir fjörutíu þúsund smit eru staðfest. Aftur á móti þykir líklegt að raunverulegur fjöldi smita hafi verið hærri á hápunkti fyrstu bylgju faraldursins í apríl en á þeim tíma var afkastageta við sýnatöku mun minni svo ætla má að færri smit hafi verið staðfest en raunverulega voru til staðar í samfélaginu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira