Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 19:20 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðumaður Seljahlíðar og Þorleifur Hauksson, íbúi Selahlíðar og fyrsti íbúi hjúkrunarheimila sem bólusettur verður fyrir kórónuveirunni á morgun. Vísir/Egill Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínu verða sprautaðir með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer um klukkan 9 í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Fjórmenningarnir verða þeir fyrstu til að fá sprautuna á Íslandi. Ekki hefur komið fram hverjir þessir heilbrigðisstarfsmenn eru. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Aldrei neinn vafi Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það áðurnefndur Þorleifur sem fær fyrstu sprautuna. Hann ræddi bólusetninguna við Vísi fyrr í dag og var jafnframt spurður út í hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorleifur sagði bólusetninguna leggjast vel í sig og kvaðst ekkert stressaður. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður í Seljahlíð, hefði borið þetta undir hann. „Margrét kom til mín og spurði hvort ég væri til í þetta.“ Og það var aldrei neinn vafi? „Nei.“ Breytir litlu en spenningurinn mikill Alls verða tuttugu íbúar Seljahlíðar bólusettir á morgun. Margrét sagði í beinni útsendingu að bólusetningin á morgun muni ekki breyta miklu fyrir hjúkrunarheimilið, í það minnsta fyrst um sinn. „Spenningurinn er vissulega mjög mikill samt. Hér eru tuttugu hjúkrunaríbúar en það eru aðrir 50 sem búa í þjónustuíbúðum og þeir eru ekki alveg fremst á listanum. Þannig að þetta breytir ekki miklu í umgengninni hér. Og svo er náttúrulega aftur bólusett eftir þrjár vikur þannig að þetta breytir engu strax. En þetta kemur og vonandi verðum við komin öll með bólusetningu í lok mars,“ segir Margrét. Þorleifur, 63 ára, er sá yngsti sem fær Pfizer-sprautuna á morgun en sá elsti er 103 ára, að sögn Margrétar. Hún kvað að vel hafi verið ígrundað hvernig bólusetningin, hvar fjölmiðlum hefur verið boðið að vera viðstaddir, eigi að fara fram í ljósi heimsóknartakmarkana sem hafa verið í gildi. Niðurstaðan var að skipta matsalnum í tvö sóttvarnahólf. Þorleifur verði bólusettur í öðru þeirra og fjölmiðlar fylgjast með í hinu hólfinu. Viðtal Nadine Guðrúnar Yaghi fréttamanns við Þorleif og Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í umfjöllun um komu bóluefnisins í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið byrjar á mínútu 2:27. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. 28. desember 2020 15:57 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínu verða sprautaðir með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer um klukkan 9 í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Fjórmenningarnir verða þeir fyrstu til að fá sprautuna á Íslandi. Ekki hefur komið fram hverjir þessir heilbrigðisstarfsmenn eru. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Aldrei neinn vafi Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það áðurnefndur Þorleifur sem fær fyrstu sprautuna. Hann ræddi bólusetninguna við Vísi fyrr í dag og var jafnframt spurður út í hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorleifur sagði bólusetninguna leggjast vel í sig og kvaðst ekkert stressaður. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður í Seljahlíð, hefði borið þetta undir hann. „Margrét kom til mín og spurði hvort ég væri til í þetta.“ Og það var aldrei neinn vafi? „Nei.“ Breytir litlu en spenningurinn mikill Alls verða tuttugu íbúar Seljahlíðar bólusettir á morgun. Margrét sagði í beinni útsendingu að bólusetningin á morgun muni ekki breyta miklu fyrir hjúkrunarheimilið, í það minnsta fyrst um sinn. „Spenningurinn er vissulega mjög mikill samt. Hér eru tuttugu hjúkrunaríbúar en það eru aðrir 50 sem búa í þjónustuíbúðum og þeir eru ekki alveg fremst á listanum. Þannig að þetta breytir ekki miklu í umgengninni hér. Og svo er náttúrulega aftur bólusett eftir þrjár vikur þannig að þetta breytir engu strax. En þetta kemur og vonandi verðum við komin öll með bólusetningu í lok mars,“ segir Margrét. Þorleifur, 63 ára, er sá yngsti sem fær Pfizer-sprautuna á morgun en sá elsti er 103 ára, að sögn Margrétar. Hún kvað að vel hafi verið ígrundað hvernig bólusetningin, hvar fjölmiðlum hefur verið boðið að vera viðstaddir, eigi að fara fram í ljósi heimsóknartakmarkana sem hafa verið í gildi. Niðurstaðan var að skipta matsalnum í tvö sóttvarnahólf. Þorleifur verði bólusettur í öðru þeirra og fjölmiðlar fylgjast með í hinu hólfinu. Viðtal Nadine Guðrúnar Yaghi fréttamanns við Þorleif og Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í umfjöllun um komu bóluefnisins í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið byrjar á mínútu 2:27.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. 28. desember 2020 15:57 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37
Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. 28. desember 2020 15:57
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49
„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59