Ná íslensku konurnar þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 11:32 Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Vísir/esá Í kvöld verður Íþróttamaður ársins útnefndur í 65. sinn en eins og vanalega þá eru það Samtök Íþróttafréttamanna á Íslandi sem velja. Nýr kafli í sögu kjörsins gæti verið skrifaður í kvöld. Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu Íþróttamaður ársins Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Íþróttamaður ársins Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira