Sekt forráðamanna Hvals hf sönnuð í tveimur sakamálum; hvað gerir ráðherra nú? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. desember 2020 11:01 Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun