Lífið

Sænski harmonikku­spilarinn Roland Ceder­mark fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Roland Cedermark gaf út rúmlega þrjátíu hljómplötur sem seldust í rúmlega tveimur milljónum eintaka.
Roland Cedermark gaf út rúmlega þrjátíu hljómplötur sem seldust í rúmlega tveimur milljónum eintaka. Rolandcedermark.se

Sænski tónlistarmaðurinn Roland Cedermark er látinn, 82 ára að aldri. Cedermark var goðsögn í heimi harmonikkutónlistar og var landsþekktur í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Cedermark hafi andast á aðfangadag jóla.

Cedermark fékk sína fyrstu harmonikku fimm ára gamall og sló síðar í gegn undir lok sjötta áratugarins. Hann gaf út rúmlega þrjátíu hljómplötur sem seldust í rúmlega tvær milljónir eintaka og þótti stíll hans við að spila á harmonikkuna einstakur. 

Spilaði hann allt frá rokki til þjóðlagatónlistar á harmonikkuna sína – túlkaði allt frá lögum Evert Taube til Elvis Presley, auk þess að flytja frumsamin lög.

Auk þess skrifaði Cedermark fjölda laga með sveitum á borð við Vikingarna, Thorleifs og Ingmar Nordströms, auk þess að koma reglulega fram í þáttum líkt og Allsång på Skansen í sænska sjónvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×