Von var á tíu þúsund skömmtum til landsins í gær en þeir reyndust svo vera um tólf þúsund. Efnið sem kom til landsins, og var flutt við -80 gráða frost, er þurrefni. Byrjað var að blanda hluta efnisins á Suðurlandsbraut á morgun en svo kemur það í hlut hjúkrunarfræðinga víða um land að blanda efnið og gera klárt fyrir bólusetningu á landsbyggðinni.
Bólusetningin fer fram í tveimur umferðum, svo að segja. Tvær sprautur með 19-23 daga millibili. Fyrstu heilbrigðisstarfsmennirnir fengu sprautu klukkan níu í morgun í beinni útsendingu og svo var byrjað að bólusetja á hjúkrunarheimilum klukkan 10. Þorleifur Hauksson í Seljahlíð fékk fyrstu sprautuna.
Nú sólahring eftir að COVID bóluefnið frá Pfizer kom til Distica eru allir skammtar fyrir fyrri bólusetningu farnir frá Distica til heilbrigðisstofnana um land allt
Posted by Distica on Tuesday, December 29, 2020
Fyrsta sending bóluefnis frá Distica hér á landi fór frá Distica klukkan 18:30 í gær. Í nótt hafa svo sendingar verið að fara af stað. Á tólfta tímanum greindi Distica frá því að allir skammtar fyrir fyrri bólusetningu væru farnir frá Distica til heilbrigðisstofnana um land allt.
Staðina má sjá á kortinu efst í fréttinni.